Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 08. mars 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mignolet ekki sáttur með sætið í afmælinu
Mignolet hefur þurft að verma bekkinn að undanförnu.
Mignolet hefur þurft að verma bekkinn að undanförnu.
Mynd: Getty Images
Þjóðverjinn Loris Karius hefur staðið vaktina í markinu hjá Liverpool í síðustu leikjum og staðið sig með mikilli prýði.

Sjá einnig:
Karius haldið hreinu í 62,5% leikja sem hann hefur spilað

Karius var í markinu á þriðjudaginn þegar Liverpool gerði markalaust jafntefli við Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool tryggði sig í 8-liða úrslitin í fyrsta sinn í níu ár með úrslitunum þar sem liðið vann fyrri leikinn í Portúgal 5-0.

Á bekknum hélt Simon Mignolet upp á stórafmæli. Hann varð þrítugur á þriðjudaginn.

Mignolet var ekkert sérstaklega sáttur að þurfa að sitja á bekknum á afmælisdaginn ef marka má færslu sem hann setti á Instagram.

„Þakkir til meira en 54000 Liverpool-manna sem komu í afmælið mitt. Ekki sáttur með sætið mitt," skrifaði Mignolet sem benti þó á það að hann væri ánægður með liðsfélaga sína.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner