Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 08. mars 2018 22:34
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Criscito skoraði magnað mark - Tileinkað Astori
Mynd: Getty Images
Vinstri bakvörðurinn Domenico Criscito skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 tapi Zenit frá Pétursborg gegn RB Leipzig í Þýskalandi.

Leipzig komst í 2-0 og gerði Criscito gríðarlega mikilvægt útivallarmark á 86. mínútu.

Criscito er 31 árs varnarmaður og leikur undir stjórn samlanda sins Roberto Mancini. Hann og Astori þekkjast frá landsliðsverkefnum sem þeir sinntu saman á milli 2011 og 2014.

Criscito tileinkaði Davide Astori, fyrirliða Fiorentina sem lést skyndilega um helgina, markið með því að benda til himna þegar hann fagnaði.

Liðin mætast aftur næsta fimmtudag og ljóst er að Zenit þarf að skora minnst eitt mark til að komast áfram.










Athugasemdir
banner
banner
banner