Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. mars 2018 10:38
Elvar Geir Magnússon
Myndir: Jarðarför Davide Astori
Mynd: Getty Images
Jarðarför Davide Astori fer fram í Flórens í dag en varnarmaðurinn fannst látinn á hótelherbergi sínu á sunnudagsmorgun.

Astori var fyrirliði Fiorentina og var 31 árs. Hann hafði verið ásamt liðsfélögum sínum að búa sig undir leik gegn Udinese þegar hann fékk hjartastopp í svefni.

Jarðarförin fór fram í kirkju Santa Croce en liðsfélagar hans í Fiorentina voru meðal þeirra fyrstu sem mættu á svæðið.

Margir þekktir einstaklingar úr ítölskum fótbolta mættu á athöfnina enda var Astori gríðarlega vinsæll einstaklingur.

Hér að neðan má sjá myndir frá jarðarförinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner