Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 08. mars 2018 11:45
Elvar Geir Magnússon
Roy Keane: Reynsluleysi varð Tottenham að falli
Roy Keane.
Roy Keane.
Mynd: Getty Images
Reynsluleysi Tottenham á stærsta sviðinu varð Tottenham að falli gegn Juventus í gær. Þetta segir Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United.

„Reynsluleysið var algjört í þessum leik. Juventus fann leið til að vinna og Tottenham fann leið til að tapa," sagði Keane sem starfaði sem sparkspekingur hjá ITV kringum leikinn.

„Í stað þess að drepa leikinn situr Tottenham eftir. Liðið hefði átt að spila eins og Juventus þegar þeir komust yfir. Þrjár eða fjórar mínútur af brjálæði kostuðu þá."

„Tottenham var betra en Juve en í báðum leikjunum, en það þarf meira en það þegar þú ert að spila á þessu sviði."
Athugasemdir
banner
banner