Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. mars 2018 16:00
Fótbolti.net
Godsamskipti
Björn Bragi og Aron Einar fyrir framan skjáinn.
Björn Bragi og Aron Einar fyrir framan skjáinn.
Mynd: Instagram
Hér má sjá brot af umræðunni á samskiptamiðlinum Twitter í boði Vodafone. Með því að fylgja Fótbolta.net á Twitter færðu fréttaveitu þar sem inn rúlla nýjustu fréttirnar úr boltanum.

Notið kassamerkið #fotboltinet fyrir boltaumræðuna á Twitter. Heimasvæði Fótbolta.net á Twitter er á @Fotboltinet.



Samúel Samúelsson, Vestra:
Ég vil bara koma því á framfæri og koma því í Twitter dagsins á @Fotboltinet til þess að vonast að Heimir Hallgríms rekist á þetta að markavélin að Vestan er byrjuð að raða inn mörkum fyrir Helsingborg. #ARB99 #russland

Auður Kolbrá, lögfræðingur:
Ef við myndum greina þá samfélagsvandamálin sem við stöndum frami fyrir jafn vel og fótboltaleiki þá væri samfélagið okkar töluvert betra.
#fótboltinet

Einar Matthías Kristjánsson, kop.is:
Son myndi smellpassa í Íslenska landsliðið. Hann er af sömu ætt og allir hinir í liðinu #son

Daníel Geir Moritz, Innkastinu:
Megið endilega vera með (4-2-3-1):
Butland
Walker, Stones, Smalling, Rose
Dier, Henderson
Sterling, Lingard, Alli
Kane
#MittEnska #fotboltinet

Mikael Marinó Rivera, fótboltaáhugamaður:
Eftir 200 ár verður þetta ritað.
Á þessum degi fyrir 200 árum auglýsti Dr. Gunnlaugur Claesen kaup sín á radíumi í lækningaskyni. Í Morgunblaðinu auglýsa hjón eftir þriggja og hálfs árs dreng til ættleiðingar og Tottenham tapaði fyrir Juventus #fotboltinet

Ástvaldur Tryggvason, fótboltaáhugamaður:
Ég elska Tottenham. Margir af mínum bestu vinum eru stuðningsmenn Tottenham. En það var aldrei möguleiki Juventus væri að fara að detta út á móti Tottenham. #fotboltinet

Halldór Marteinsson, raududjoflarnir.is:
Svona er þetta þegar bæði liðin á vellinum vita nákvæmlega hvort liðið er meira Evrópuveldi. Sálfræði, hugarfar og taktík #fótboltinet

Magnús Andrésson, stuðningsmaður Arsenal:
Hélt að þetta yrði árið þar sem leiðinleg lið eins og Juventus og Atletico kæmust ekki áfram og fengum fleiri skemmtilega leiki með enskum liðum, en mér skjátlaðist. Europa League að verða með meira skemmtanagildi en CL #fotboltinet

Hörður Ágústsson, stuðningsmaður Tottenham:
Djöfull var þetta sárt. Reynslan vann í kvöld. Vel gert Juventus #COYS



Athugasemdir
banner
banner
banner