Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 08. mars 2018 23:55
Ívan Guðjón Baldursson
Úrvalslið rangra treyjunúmera - Bendtner í bakverði
Mynd: Getty Images
Squawka.com, frumleg tölfræði- og fréttasíða sem fjallar um fótbolta, birti úrvalslið leikmanna sem hafa spilað með treyjunúmer sem henta þeirra stöðum ekki.

Hollenska goðsögnin Edgar Davids er í marki, en hann var númer 1 hjá Barnet þegar hann fór til félagsins sem spilandi þjálfari árið 2012.

Nicklas Bendtner, goðsögn hjá Arsenal, er í vinstri bakverði enda var hann með treyju númer 3 á tíma sínum hjá Wolfsburg. Clint Dempsey, fyrrverandi miðjumaður Tottenham, er í hægri bakverði með treyju númer 2.

Milan Baros er í miðverði enda var hann númer 5 hjá Liverpool og þá er Nwankwo Kanu djúpur miðjumaður eftir að hafa verið númer 4 allan landsliðsferilinn með Nígeríu.

Varnarmennirnir William Gallas og Khalid Boulahrouz eru í fremstu víglínu úrvalsliðsins. Gallas fékk treyju númer 10 hjá Arsenal á meðan Boulahrouz var á einhvern óskiljanlegan hátt númer 9 hjá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner