fim 08. mars 2018 14:39
Elvar Geir Magnússon
Viðræður við dómara ganga hægt
Þorvaldur að störfum á Akranesi.
Þorvaldur að störfum á Akranesi.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Íslenskir dómarar eru enn með lausa samninga fyrir sumarið og viðræður um nýja hafa þokast hægt.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa dómarar þegar hafnað einu tilboði frá KSÍ en áætlað er að taka fund næsta mánudag.

Um er að ræða alhliða endurskoðun á samningamálum dómara.

Meðal þess sem dómarar vilja eru að fremstu dómararnir séu á föstum launagreiðslum en fái ekki bara borgað fyrir að dæma einstaka leiki eins og tíðkast nú. Þannig væri umhverfið faglegra og vinnumánuðurinn snýst einnig um að stunda æfingar.

Þorvaldur Árnason, formaður félags deildadómara, vildi ekki fara út í það hverjar kröfur dómaranna væru þegar Fótbolti.net ræddi við hann en viðurkenndi að það skildi enn töluvert á milli í viðræðunum.

„Ég er bjartsýnn á að lausn finnist í þessu en vissulega eru það vonbrigði hversu hægt viðræðurnar hafa gengið," segir Þorvaldur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner