Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. mars 2020 14:09
Fótbolti.net
Afhverju erum við hræddar við Skota?
Ísland tapaði með einu marki gegn Skotum á æfingamóti í Pinatar
Ísland tapaði með einu marki gegn Skotum á æfingamóti í Pinatar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum búnar að mæta Skotum alveg þónokkuð oft undanfarið en manni finnst eins og þær séu að sigla fram úr okkur. Við viljum bera okkur saman við þær en viljum að sama skapi vera betri. Það sem mér fannst sorglegt í leiknum var að Skotar eru 65% með boltann í leiknum og eiga 17 markskot á móti þremur. Þær eru með mikla yfirburði í þessum leik,“ segir Mist Rúnardóttir í umræðu um landsleik Íslands og Skotlands á Heimavellinum. Ísland er í 18. sæti á heimslistanum en Skotland í 22. sæti.

Liðsuppstilling Íslands var til umræðu í þættinum en Huldu Mýrdal fannst hún of varnarsinnuð.

„Af hverju förum við ekki í leik á móti Skotlandi til að vera ráðandi? Erum við að fara í þessa leiki til að liggja til baka og beita skyndisóknum? Er þetta ekki leikurinn sem við förum í og reynum að halda boltanum? Það er stillt upp með þrjá miðverði og vængbakverði, svo eru Sísí og Natasha varnarsinnaðar á miðjunni. Það er allt í góðu að vera að rótera á svona æfingamóti. Það er ekki það. Það sem ég er að gagnrýna er að stilla upp svona varnarsinnuðu liði á móti Skotlandi.“

„Sér í lagi með tilliti til næstu leikja sem eru útileikir á móti Ungverjalandi og Slóvakíu. Við erum og eigum að vera sterkari en þessi lið. Af hverju erum við ekki að blása til sóknar og undirbúa sóknarleikinn betur fyrir þá leiki?“ velti Mist fyrir sér en framundan eru mikilvægir leikir í undankeppni Evrópumótsins.
Heimavöllurinn - Varnarsinnuð vonbrigði
Athugasemdir
banner
banner