Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 08. mars 2020 09:00
Aksentije Milisic
Bissaka: Getum unnið titla
Mynd: Getty Images
Aaron Wan-Bissaka, varnarmaður Manchester United, hefur hrósað Ole Gunnar Solskjær, stjóra liðsins, og segir hann að United geti farið að vinna titla.

United er á góðu skriði um þessar mundir en liðið er taplaust í síðustu níu leikjum. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu þá hefur liðið bætt sig mikið að mati Bissaka.

„Við erum í betri málum heldur en við vorum þegar ég kom. Við byrjuðum ekki nægilega vel. Við erum nú að fara í rétta átt og ég er mjög spenntur fyrir framtíðinni," sagði Bissaka.

„Ég kom hingað til þess að vinna titla og ég veit að við erum samkeppnishæfir í það. Solskjær er að vinna gott starf og við erum stöðugt að bæta okkur. Við erum í ferli."

Wan-Bissaka kom til United frá Crystal Palace á 50 milljónir punda síðasta sumar. Hann hefur fengið sína gagnrýni á þessu tímabili og þá sérstaklega fyrir sóknarleik sinn.

Manchester United mætir Manchester City í grannaslag í dag klukkan 16:30.
Athugasemdir
banner
banner
banner