Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 08. mars 2020 20:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðablik aðstoðar félög á landsbyggðinni
Höskuldur Gunnlaugsson með gjöfina.
Höskuldur Gunnlaugsson með gjöfina.
Mynd: Blikar.is
Breiðablik vann 4-1 sigur á Leikni Fáskrúðsfirði í Lengjubikarnum í dag. Leikið var í Fjarðabyggðarhöllinni.

Eftir leikinn færðu Blikar andstæðingum sínum gjöf sem mun nýtast vel fyrir yngri iðkendur á Austurlandi.

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, færði þeim Jónu Petru Magnúsdóttur frá Leikni og yngri flokkum Fjarðabyggðar (YFF) og Guðnýju Margréti Bjarnadóttur frá YFF 25 bolta sem nýtast eiga í barnastarfi hjá YFF.

Þessi gjöf er hluti af stefnu knattspyrnudeildar Breiðabliks við að aðstoða félög á landsbyggðinni í barna- og unglingaknattspyrnu.


Athugasemdir
banner
banner
banner