Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. mars 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bruno Fernandes gagnrýnir hugarfar samherja sinna
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes hefur komið eins og ferskur vindur inn í lið Manchester United.

Portúgalski miðjumaðurinn skoraði bæði gegn Watford og Everton í deildinni og er hann vonsvikinn með hugarfar samherja sinna eftir jafnteflið við Everton.

Fernandes er á því að leikmenn United hefðu átt að vera pirraðir eftir 1-1 jafntefli á Goodison Park:

„Eftir 1-1 jafntefli ættu allir að vera pirraðir þar sem við eigum að gera mun betur," sagði Fernandes eftir leikinn um síðustu helgi.

Einhverjir stuðningsmenn United hafa kallað eftir því að Fernandes verði næsti fyrirliði liðsins þar sem þetta er hugarfar sem heillar þá.


Athugasemdir
banner
banner