Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 08. mars 2020 15:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elmar lagði upp í sigri - Hólmar Örn hélt hreinu
Hólmar Örn í landsleik gegn Sviss fyrir rúmu ári.
Hólmar Örn í landsleik gegn Sviss fyrir rúmu ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Botev Vratsa tók á móti Levski Sofia í búlgörsku deildinni í dag. Hólmar Örn Eyjólfsson var að vanda í byrjunarliði Levski.

Hólmar lék allan leikin í miðverði og hélt hreinu. Leikurinn endaði 0-0 og er Levski nú í harðri baráttu um annað sætið í deildinni. Eftir tvær umferðir skiptist deildin upp í tvo hluta og mun Levski enda í efri hlutanum.

Theodór Elmar Bjarnason var kominn aftur í byrjunarlið Akhisarspor eftir eins leiks fjarveru. Miðjumaðurinn lék allan leikinn á miðri miðjunni í 3-2 heimasigri. Elmar lagði upp þriðja mark heimamanna þegar Erhan Celenk kom þeim í 3-1.

Akhisarspor er í 5. sæti eftir 26 umferðir. Liðin í 3.-6. sæti fara í umspil en enn eru átta umferðir í það umspil.
Athugasemdir
banner
banner