Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. mars 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn Man Utd hættu er Aguero skoraði - Tæp rangstaða
Mynd: Getty Images
Í byrjun seinni hálfleiks í leik Manchester United og Manchester City í dag, jafnaði Sergio Aguero metin. Flaggið fór hins vegar á loft hjá aðstoðardómaranum og rangstaða dæmd.

Leikmenn Man Utd virtust vita það að flaggið væri að fara á loft. Varnarmennirnir Harry Maguire, Brandon Williams og Aaron Wan-Bissaka reyna ekki mikið til að stöðva Aguero og hætta einfaldlega.

Markið var skoðað í VAR og þar sést hversu tæp rangstaðan var. Það munaði ekki miklu að Aguero hefði verið réttstæður. Ef hann hefði verið réttstæður þá hefði markið eflaust verið dæmt gott og gilt, eins og hjá Jonjo Shelvey, leikmanni Newcastle, fyrr á tímabilinu.

Hérna má sjá markið og að neðan má sjá mynd af því hversu tæpt stóð á rangstöðu.


Athugasemdir
banner
banner
banner