sun 08. mars 2020 17:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd yfir eftir mistök Ederson - Bolt vildi fá víti
Martial skoraði.
Martial skoraði.
Mynd: Getty Images
Það er kominn hálfleikur í Manchester-slagnum á Old Trafford. United leiðir 1-0 með marki Anthony Martial.

Martial skoraði eftir sendingu Bruno Fernandes með skoti sem Ederson í marki Man City átti að verja.

Markið má sjá hérna.

Undir lok fyrri hálfleiksins var Fred, miðjumaður Manchester United, spjaldaður fyrir meintan leikaraskap. Mike Dean, dómari leiksins, mat það svo að Fred hefði reynt að veiða sig í gildru. Á endursýningu sést samt að það var snerting, Nicolas Otamendi sparkaði í Fred, sem féll þó nokkuð auðveldlega.

Usain Bolt, sem var lengi vel hraðasti maður í heimi, er mikill stuðningsmaður Manchester United. Hann vildi fá vítaspyrnu og skilur ekki hvers vegna VAR skarst ekki í leikinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner