Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. mars 2020 21:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikael og félagar juku forskotið - Árni spilaði í tapi gegn Shakhtar
Mikael Neville Anderson.
Mikael Neville Anderson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Neville Anderson kom inn á sem varamaður á 66. mínútu þegar Midtjylland vann 2-0 útisigur á Randers í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Alexander Scholz, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, skoraði fyrra mark Midtjylland í leiknum.

Mikael og félagar í Midtjylland eru á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 12 stiga forskot á FC Kaupmannahöfn.

Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmannahópi FC Kaupmannahafnar sem tapaði óvænt fyrir Horsens á heimavelli. Ragnar hefur verið að glíma við meiðsli. Horsens skoraði eina mark leiksins á 81. mínútu.

Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikin fyrir Bröndby í 2-2 jafntefli gegn Nordsjælland á útivelli. Þetta var fyrsti leikur Hjartar með Bröndby frá því að danska deildin hófst aftur eftir vetrarfrí. Bröndby er í fjórða sæti deildarinnar.

Þá var Frederik Schram varamarkvörður Lyngby í 3-0 tapi gegn AaB. Lyngby er í áttunda sæti.

Sjá einnig:
Danmörk: Jafnt í Íslendingaslag - Elías Rafn hélt hreinu

Árni Vill spilaði í tapi gegn Shakhtar
Þá til Úkraínu þar sem Árni Vilhjálmsson lék allan leikinn fyrir Kolos Kovalivka í markaleik gegn Shakhtar Donetsk.

Leikurinn endaði 4-3 fyrir Shakhtar. Sigurmarkið skoraði Júnior Moraes á 81. mínútu eftir að Árni og félagar höfðu jafnað þremur mínútum áður.

Kolos Kovalivka er í sjötta sæti eftir 22 leiki með 26. Shakhtar er á toppnum með 14 stiga forystu. Árni hefur á tímabilinu skorað þrjú mörk í átta leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner