Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 08. mars 2020 18:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pep aldrei tapað fleiri deildarleikjum á einu tímabili
Mynd: Getty Images
Manchester City tapaði 2-0 fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni og er það sjöunda tap City í deildinni á þessu tímabili.

City hefur unnið Englandsmeistaratitilinn tvö tímabil í röð og tapað samanlagt sex leikjum á þeim tímabilum. Á þessu tímabili hefur liðið tapað sjö, fleiri leikjum en Arsenal sem er í níunda sæti.

Pep Guardiola sem hefur þjálfað Barcelona og Bayern, auk Man City, á sínum þjálfaraferli hefur aldrei tapað jafnmörgum leikjum í deild og á þessari leiktíð.

Englandsmeistaratitillinn er á leið til Liverpool í fyrsta sinn í 30 ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner