Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. mars 2020 12:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Salah bætti met Suarez
Mynd: Getty Images
Mo Salah skoraði í gær jöfnunarmark Liverpool gegn Bournemouth. Sigurinn var sögulegur þar sem Liverpool vann sinn 22. heimaleik í röð og markið var sögulegt þar sem Salah afrekaði sögulega hluti með því.

Hann skoraði sitt 70. mark í 100. leiknum fyrir Liverpool. Hann er markahæsti leikmaður Liverpool í úrvalsdeildinni ef frá eru teknir þrír Englendingar.

Robbie Fowler, Stevn Gerrard og Michael Owen eru þeir þrír sem hafa skorað meira en Salah í deildinni.

Salah er næstfljótasti leikmaður í sögunni til að skora 70 mörk en einungis Alan Shearer (79) skoraði fleiri mörk í sínum fyrstu 100 leikjum í úrvalsdeildinni.

Mark Salah í gær þýðir einnig að hann er fyrsti leikmaður Liverpool til að skora tuttugu mörk eða fleiri á þremur tímabilum í röð. Það afreakaði Owen síðast, árið 2003.

Luis Suarez skoraði 69 mörk og Fernando Torres skoraði 65 mörk í úrvalsdeildinni fyrir Liverpool. Suarez var markahæsti leikmaður Liverpool í sögu úrvalsdeildarinnar ef frá eru teknir Englendingar.
Athugasemdir
banner
banner
banner