sun 08. mars 2020 19:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Forréttindi að vera stjóri hóps með þetta viðhorf
Manchester United ekki tapað í tíu leikjum í röð
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var vægast sagt sáttur eftir 2-0 sigur á nágrönnunum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford í dag.

„Það sem gerði mig hvað ánægðastan var löngunin, viðhorfið og tengingin á milli leikmanna og stuðningsmanna," sagði sáttur Solskjær.

„Á ákveðnum tímapunktum þá pressuðum við, ýttum þeim til baka og reyndum að vera agressívir. Við létum þá gera mistök og erum mjög ánægðir með úrslitin."

„Anthony (Martial) og Bruno (Fernandes) hafa smollið vel saman. Það eru forréttindi að vera stjóri hóps með þetta viðhorf. Þú getur ekki beðið um meira. Þeir munu bæta sig sem leikmenn líka."

Man Utd er í fimmta sæti, þremur stigum frá Chelsea í fjórða sætinu. Liðið hefur ekki tapað í tíu leikjum í röð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner