banner
   sun 08. mars 2020 18:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Jafntefli í fallbaráttuslag
Dusseldorf náði að bjarga stigi.
Dusseldorf náði að bjarga stigi.
Mynd: Getty Images
Mainz 1 - 1 Fortuna Dusseldorf
1-0 Levin Oztunali ('61 )
1-1 Kenan Karaman ('85 )
Rautt spjald: Jean-Philippe Mateta, Mainz ('77)

Mainz og Fortuna Dusseldorf skildu jöfn þegar liðin áttust við í síðari leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni.

Eftir markalausan fyrri hálfleik náði Levin Oztunali forystunni fyrir heimamenn í Mainz eftir um klukkutíma leik. Á 77. mínútu fékk sóknarmaðurinn Jean-Philippe Mateta annað gula spjald og þar með rautt. Það gerði Mainz erfiðara fyrir.

Einum fleiri tókst gestunum frá Dusseldorf að jafna á 85. mínútu og var það Kenan Karaman sem skoraði jöfnunarmarkið.

Lokatölur voru 1-1 í þessum fallbaráttuslag. Dusseldorf er í 16. sæti með 22 stig og Mainz er með 22 stig í 15. sæti. Liðið sem endar í 16. sæti fer í umspil við lið úr B-deild um sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð.

Önnur úrslit:
Þýskaland: Þolinmæðisverk hjá Bayern í nágrannaslagnum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner