Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. mars 2020 14:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Warnock um City: Myndi eyða 200 milljónum í Dijk - Eina sem vantar
Mynd: Getty Images
Neil Warnock er með mjög einföld skilaboð til stjórnarmanna hjá Manchester City.

Warnock segir félaginu að bjóða 200 milljónir punda í miðvörð Liverpool, Virgil van Dijk.

Warnock er á þeirri skoðun að Liverpool myndi selja miðvörðinn á þann pening og það væri nóg til að breyta gengi liðanna. Warnock gerir ráð fyrir 35 stiga sveiflu ef City tækist að krækja í Dijk.

„Mér finnst Man City enn besta liðið. Ef það fengi einn Van Dijk, ég myndi ekki kaupa neinna annnan."

„Ég myndi eyða 200 milljónum í hann og með hann í liðinu væri City með tíu stiga forskot í deildinni. Mér finnst ekki það mikið að hjá City nema það vantar einn miðvörð með gæðin sem Dijk hefur,"
bætti Warnock við.
Athugasemdir
banner
banner
banner