Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 08. apríl 2020 16:30
Elvar Geir Magnússon
Snýr ítalski boltinn aftur án VAR?
Federico La Penna, dómari í ítölsku A-deildinni, í Varsjánni.
Federico La Penna, dómari í ítölsku A-deildinni, í Varsjánni.
Mynd: Getty Images
Það er í umræðunni hjá ítölsku A-deildinni að VAR myndbandsdómgæslan verði ekki notuð það sem eftir lifir tímabilsins.

Óvíst er hvenær ítalski boltinn fer aftur af stað vegna kórónaveirufaraldursins en stefnan er að klára tímabilið.

Dómarayfirvöld á Ítalíu telja að óþarfa áhætta sé tekin með því að nota VAR.

Fleiri dómarar þurfa þá að ferðast um landið en venjan er að dómararnir fari með innanlandsflugi eða lestarkerfi.

Þá er stutt á milli manna í VAR herberginu og snertifletirnir margir. VAR býður því upp á smithættu meðal dómara.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner