Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 08. maí 2020 12:15
Elvar Geir Magnússon
41 árs hetja í opnunarleik K-deildarinnar
Lee Dong-Gook.
Lee Dong-Gook.
Mynd: Getty Images
Hinn 41 árs Lee Dong-Gook var hetja Jeonbuk Hyundai Motors sem vann 1-0 sigur gegn Suwon Samsung Bluewings í opnunarleik K-deildarinnar í Suður-Kóreu.

Leikið var án áhorfenda en deildin í Suður-Kóreu fær gríðarlega mikla athygli þar sem hún er talin sterkasta deild sem nú er í gangi. Fótboltaskorturinn gerir að verkum að feykilega margir fylgdust með leiknum í beinni útsendingu.

Þá voru íþróttasíður BBC og Guardian með beinar textalýsingar frá leiknum.

Lee Dong-Gook er talinn goðsögn í Suður-kóreskum fótbolta en hann hefur leikið yfir 100 landsleiki fyrir þjóðina og er með 33 landsliðsmörk.

Hann lék með enska liðinu Middlesbrough 2007-08.

Hann skoraði eina mark leiksins í dag en það kom á 83. mínútu.

Jeonbuk Hyundai Motors er ríkjandi meistari í Suður-Kóreu og hefur titilvörnina á því að landa þremur stigum.
Athugasemdir
banner
banner
banner