banner
   fös 08. maí 2020 13:19
Elvar Geir Magnússon
Eiður Smári fyrir ofan Zlatan og Laudrup
Mynd af Eiði þegar hann hafði samið við Barcelona.
Mynd af Eiði þegar hann hafði samið við Barcelona.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Eiður Smári Guðjohnsen er í þriðja sæti á topp fimm lista beIN Sports yfir fótboltamenn á norðurlöndunum sem leikið hafa í Meistaradeild Evrópu.

Eiður er eini Íslendingurinn sem unnið hefur Meistaradeildina en hann var hluti af mögnuðu þrennutímabili Barcelona 2009.

Hann var ónotaður varamaður í úrslitaleiknum gegn Manchester United en lék fimm Meistaradeildarleiki það tímabil.

„Mjög fáir geta státað sig af því að hafa spilað bæði með Messi og Brasilíumanninum Ronaldo en það getur Guðjohnsen. Mjög fáir geta státað sig af því að hafa bæði spilað undir Jose Mourinho og Pep Guardiola. Guðjohnsen verður alltaf til í sögubókunum," segir í umsögn síðunnar um Eið.

Eiður er á undan Zlatan Ibrahimovic og Brian Laudrup. Zlatan tókst aldrei að vinna Meistaradeildina en Laudrup afrekaði það með AC Milan.

Danski markvörðurinn Peter Schmeichel trónir á toppi listans en hann vann Meistaradeildina með Manchester United í dramatískum leik gegn Bayern München. Ole Gunnar Solskjær skoraði sigurmarkið þar en áhugavert er að hann er ekki á þessum lista beIN Sports.

1. Peter Schmeichel
2. Henrik Larsson
3. Eiður Smári Guðjohnsen
4. Zlatan Ibrahimovic
5. Brian Laudrup
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner