Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. maí 2020 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hefði verið kjörið tækifæri til að ýta kvennaknattspyrnunni aðeins lengra"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ákvörðunin um að færa EM kvenna frá árinu 2021 yfir á 2022 var til umræðu í þættinum Sportið í dag þar sem Fanndís Friðriksdóttir, landsliðskona og leikmaður Vals, var gestur þáttarins.

Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson stýrðu þættinum og í kjölfar umræðu um Pepsi Max-deild kvenna sagði Henry að kvennasportið væri á uppleið.

Fanndís greip þann bolta á lofti og sagði: „Þess vegna er ég smá (súr) með EM að það hafi verið fært. Það hefði verið kjörið tækifæri til að ýta kvennaknattspyrnunni aðeins lengra."

„Það hefði verið hægt að markaðsetja þetta saman (og halda þetta sama ár) þó það yrði ekkki haldið á sama tíma."


Sjá einnig:
Fanndís: Ógeðslega flott hjá KSÍ
Athugasemdir
banner
banner