fös 08. maí 2020 14:00
Elvar Geir Magnússon
Engin veira hjá Real Madrid og Inter
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid.
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Niðurstöður eru komnar úr sýnatöku hjá spænska stórliðinu Real Madrid og reyndust þær allar neikvæðar.

Það er því enginn leikmaður eða starfsmaður liðsins með kórónaveiruna. Liðið áætlar að snúa aftur til æfinga eftir helgi.

Tekin verða um 2.000 sýni til að skoða leikmenn og starfslið í öllum 20 félögum La Liga. Vonir standa til að keppni í deildinni geti farið aftur af stað í júní.

Óvíst er hvenær ítalska A-deildin getur hafist aftur en leikmenn Inter mættu á æfingasvæðið í morgun, í fyrsta sinn í um tvo mánuði. Enginn hjá félaginu er með veiruna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner