fös 08. maí 2020 13:28
Elvar Geir Magnússon
Enska úrvalsdeildin fær fund með stjórnvöldum í næstu viku
Oliver Dowden menningarmálaráðherra Bretlands.
Oliver Dowden menningarmálaráðherra Bretlands.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin mun á fimmtudaginn í næstu viku funda með bresku ríkisstjórninni og reyna að sannfæra hana um að gefa leyfi fyrir því að keppni hefjist að nýju.

Áætlað er að spilað verði bak við luktar dyr og hugmyndir uppi um að klára tímabilið á hlutlausum völlum. En það er ekki komið grænt ljós frá ríkisstjórninni.

Ensku félögin munu á mánudag ræða um áætlanir til að klára tímabilið.

„Við höfum ekki gefið leyfi fyrir því að kappleikir fari aftur af stað," segir Oliver Dowden, menningarmálaráðherra Bretlands. Vonir eru bundnar við að enski boltinn geti farið að rúlla á ný í næstu viku.

„Ef það koma áætlanir sem virka þá vil ég sjá tímabilið fara aftur af stað. Ég held að það yrði gott fyrir þjóðina að fá fótboltann í gang."

„Öryggi almennings verður samt alltaf í forgangi," segir Dowden sem staðfestir að hann muni funda með enska knattspyrnusambandinu og ensku úrvalsdeildinni næsta fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner