fös 08. maí 2020 22:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fanndís: Það voru ekki alvöru Blikar sem bauluðu
Fanndís fagnar á Kópavogsvelli.
Fanndís fagnar á Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir er fyrrum leikmaður Breiðabliks og núverandi leikmaður Vals. Hún skoraði mikilvægt mark gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í næstsíðustu umferðinni á síðasta tímabili. Liðin mættust í hálfgerðum úrslitaleik í fyrra og enduðu leikar með jafntefli. Það þýddi að Breiðablik þurfti að treysta á að Valur myndi tapa stigum í síðustu umferðinni.

Valur sigraði í lokaumferðinni og varð liðið Íslandsmeistari. Fanndís var spurð út í markið í fyrra og baulið sem kom úr stúkunni í kjölfarið í þættinum Sportið í dag sem sýnt var á Stöð 2 Sport í gær.

„Ég var mjög móðguð til að byrja með en svo fattaði ég að þeir sem voru að baula voru ekki Blikar. Fólk veit að ég er Bliki og þeir Blikar sem eru alvöru Blikar gerðu það ekki. Ég fékk fullt af skilaboðum að það voru ekki alvöru Blikar sem bauluðu," sagði Fanndís.

Þáttarstjórnendur þáttarins þeir Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson grínuðust þá með að þetta væri eins og í smábæjum að þetta hafi verið einhverjir aðkomumenn að verki. Umræðan þróaðist í kjölfarið út í það hvort eigi að fagna gegn þínum fyrrum liði.

„Maður er bara keppnismanneskja og maður gleymir sér. Við vorum að vinna og ef við hefðum unnið titilinn ef við hefðum unnið þennan leik. Ég sagði við Steina þjálfara (Þorstein Halldórsson, þjálfara Breiðabliks), eftir að hann hafði sagt að ég mætti ekki gera þetta á Kópavogsvelli, 'sorry' en ég réð bara ekki við mig."

Sjá einnig:
Fanndís: Ógeðslega flott hjá KSÍ
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner