fös 08. maí 2020 14:14
Elvar Geir Magnússon
Ighalo vill framlengja lánsdvölina hjá Man Utd
Odion Ighalo.
Odion Ighalo.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Odion Ighalo vonast til þess að lánssamningur sinn við Manchester United verði framlengdur þar til enska úrvalsdeildin klárast.

Nígeríumaðurinn þrítugi kom á láni frá Shanghai Shenhua í Kína í janúar og er með lánssamning sem gildir til 31. maí.

Enska úrvalsdeildin vonast til þess að keppni fari aftur af stað í júní en Kínverjar áætla að hefja leik í lok júnímánaðar.

„Ég vil klára tímabilið hjá United ef það er mögulegt," sagði Ighalo við BBC Sport.

„Ég var í góðu formi, flottu standi, skoraði mörk og nú hefur allt verið stopp. Ég hef gert mitt besta og vonandi fer tímabilið aftur af stað."

„Liðið var á góðu skriði þegar veiran braust út."

BBC hefur heimildir fyrir því að United ætli að reyna að framlengja lánsdvöl Ighalo sem hefur skorað fjögur mörk í átta leikjum fyrir félagið.

United er í fimmta sæti þegar níu umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner