Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 08. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Morecambe 100 ára - Hefur aldrei fallið
Mynd: Getty Images
Knattspyrnufélagið Morecambe FC átti 100 ára afmæli í gær eftir að hafa verið stofnað fyrir leiktíðina 1920-21. Eitt af því merkilegasta við tilvist félagsins er að það hefur aldrei fallið niður um deild.

Morecambe hefur lifað margt af í gegnum árin og er statt í D-deild enska deildakerfisins um þessar mundir.

Félagið varði fyrstu 47 árunum í utandeild Lancashire og komst upp í utandeild Norður-Englands. Næstu 26 ár dvaldi félagið þar, allt þar til 1995 þegar Morecambe komst upp í efstu deild utandeildanna.

Félagið var í utandeildinni í ellefu ár og komst svo upp í D-deildina. Gengi Morecambe í D-deildinni var gott til að byrja með og komst liðið í umspil um sæti í C-deidinni 2010.

Liðið tapaði þar og hefur síðan þá verið í fallbaráttu. Morecambe er í 22. sæti sem stendur, sjö stigum frá fallsvæðinu. Aðeins tvö lið falla úr D-deildinni á hverri leiktíð.

Morecambe er eitt af þremur félögum enska deildakerfisins sem hafa aldrei fallið. Hin tvö eru Forest Green (1889) og AFC WImbledon (2002).
Athugasemdir
banner
banner
banner