Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 08. maí 2020 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tottenham með forskot á Everton í baráttu um Hojbjerg
Mynd: Getty Images
Tottenham og Everton eru í baráttu um að krækja í Pierre-Emile Hojbjerg, fyrirliða Southampton, í sumar.

Danski miðjumaðurinn er 24 ára gamall og segir Sky Sports að Southampton vilji fá 35 milljónir punda fyrir hann.

Samingur Hojbjerg rennur út næsta sumar og eru Jose Mourinho, stjóri Tottenham, og Carlo Ancelotti, stjóri Everton, eftir að ástandið í heiminum batni vegna heimsfaraldursins áður en farið er í að bjóða í Danann.

Fabian Delph, hjá Everton, og Tanguy Ndombele, hjá Tottenham, hafa valdið vonbrigðum á tímabilinu og eru félögin að skoða Hojbjerg í stað þeirra.

Tottenham er með tromp á hendi því félagið lánaði Kyle Walker-Peters, hægri bakvörðinn, til Southampton í janúar. Cedric Soares er á förum frá Southampton og félagið því í leit að hægri bakverði.

Tottenham gæti því nýtt Walker-Peters í einhvers konar skiptum fyrir Hojbjerg.
Athugasemdir
banner
banner
banner