Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 08. maí 2020 15:16
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Útlit fyrir að fleiri áhorfendur fái að mæta
Bóas verður ekki einn í stúkunni.
Bóas verður ekki einn í stúkunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að eftir þann 25. maí sé líklegt að fleiri en 100 manns megi koma saman.

Upphaflega var áætlað að takmörkun yrði miðuð við 100 manns þegar Pepsi Max-deildirnar fara af stað 12. og 13. júní en hægt verður að taka stærra skref.

Það var létt yfir Þórólfi á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónaveirufaraldursins.

Þórólfur sagði líklegt að farið yrði í hærri tölu en 100 manns varðandi samkomur en að hann væri ekki tilbúinn til að segja nákvæmlega hversu há talan verður.
Athugasemdir
banner
banner
banner