Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 08. maí 2021 17:00
Aksentije Milisic
Burnley býður stuðningsmönnum frítt á völlinn
Mynd: EPA
Burnley mun bjóða 3500 stuðningsmönnum frítt á völlinn í lokaumferðinni gegn Liverpool á Turf Moor þann 19. maí.

Hleypt verður inn á vellina á Englandi frá og með 17. maí og eru þetta fyrstu skref í að leyfa fólki að mæta aftur á völlinn eftir að Covid-19 faraldurinn skall á.

Hópur af ársmiðahöfum fær að mæta á völlinn og hefur Alan Pace, formaður Burnley, sagt að í þakklætisskyni á þessum erfiðum tímum, ætli félagið að bjóða þessum hóp frítt á leikinn.

Áhorfendurnir þurfa að fara beint í sitt sæti þegar komið er á völlinn og munu þeir þurfa að vera með grímu á sér.

Síðan í desember mánuði hafa engir áhorfendur verið leyfðir í enska boltanum en fyrr á tímabilinu máttu mæta tvö þúsund manns á valda velli. Það breyttist síðan þegar útgöngubann skall á.
Athugasemdir
banner
banner