Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 08. maí 2022 16:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Marsch: Ekki hræddir við að hafa bakið upp við vegg
Mynd: Getty Images

Leeds datt niður í fallsæti eftir 2-0 tap gegn Arsenal í dag.


Liðið varð fyrir miklu áfalli um síðustu helgi þegar Stuart Dallas fótbrotnaði og verður lengi frá. Annar hægri bakvörður, Luke Ayling, fékk að líta rauða spjaldið í dag.

„Nú höfum við misst tvo hægri bakverði út tímabilið í tveimur leikjum. Við verðum að standa saman og finna út hvað við þurfum að gera til að fylla þá stöðu og vera meðvitaðir um að við erum með bakið upp við vegg. Við erum í fallsæti og þurfum að gera allt sem í valdi okkar stendur að berjast fyrir lífi okkar í deildinni,"

Stuðningsfólk liðsins fjölmennti á Emirates í dag og lét vel í sér heyra allan leikinn. Marsch hrósaði þeim í hástert.

„Stuðningurinn hérna er eitthvað sem ég hef aldrei séð áður. Við viljum sýna okkar besta á vellinum til að heiðra svona ástríðu. Við gerðum það í síðari hálfleik, við höldum áfram að berjast, við erum ekki búnir og erum ekki hræddir við að hafa bakið upp við vegg," sagði Marsch.


Athugasemdir
banner
banner
banner