Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 08. júní 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ajer á leið til Þýskalands?
Kristoffer Ajer.
Kristoffer Ajer.
Mynd: Getty Images
Þýska úrvalsdeildarfélagið Bayer Leverkusen hefur áhuga á því að kaupa norska landsliðsmanninn Kristoffer Ajer frá Celtic í Skotlandi.

Sky Sports fjallar um þetta mál.

Samkvæmt Sky í Þýskalandi þá standa yfir viðræður á milli þessara tveggja félaga um möguleg skipti leikmannsins til Þýskalands.

Ajer rennur út á samningi á næsta ári en hann hefur talað um að hann vilji nýja áskorun. Hann gekk í raðir Celtic árið 2016 en þessi 23 ára gamli leikmaður getur spilað í hjarta varnarinnar og á miðjunni.

Hann var orðaður við AC Milan en ítalska stórliðið ætlar að kaupa Fikayo Tomori frá Chelsea og hefur því ekki lengur áhuga á Ajer.

Ajer hefur einnig verið orðaður við ensku úrvalsdeildarfélögin Newcastle og Norwich.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner