Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 08. júní 2021 15:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Amanda er ekkert stressuð á þessu" - Verður að taka sína ákvörðun
Icelandair
Mynd: Getty Images
Mynd: Vålerenga
Amanda Andradóttir hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu. Hún er í þeirri stöðu að geta valið milli þess að spila með norska eða íslenska landsliðinu.

Amanda er sautján ára og leikur með Vålerenga í Noregi. Hún var ekki valin í íslenska landsliðið fyrir verkefnið gegn Írlandi. Hún var hins vegar valin í norska U19 landsliðið og æfir með því þessa dagana.

Liðsfélagi Amöndu hjá Vålerenga, Ingibjörg Sigurðardóttir, sat fyrir svörum í Teams-viðtali í dag. Ingibjörg, sem er í undirbúningi fyrir komandi landsleiki gegn Írlandi, var spurð út í Amöndu.

Er hún leikmaður sem þú sérð fyrir þér að gæti átt heima í íslenka landsliðinu, jafnvel núna eða í komandi framtíð?

„Já, Amanda er frábær leikmaður, ótrúlega efnileg og hún sýnir það á æfingum og leikjum hjá okkur. En hún er auðvitað bara sautján ára, mjög ung ennþá. Hún veit það alveg sjálf að hún þarf bara að vera þolinmóð," sagði Ingibjörg.

„Hún er ekkert stressuð á þessu, það verður spennandi að sjá hvað hún gerir í framtíðinni.“

Hallast hún frekar að Noregi heldur en Íslandi, hafiði eitthvað rætt það?

„Við höfum voða lítið rætt það. Auðvitað tala ég mjög fallega um íslenska landsliðið en hún verður að taka sína ákvörðun. Ég get ekki sagt mikið um hvað hún er að hugsa eins og staðan er," sagði Ingibjörg.

Sjá einnig:
Útskýrir af hverju Amanda var ekki valin
„Þvílíkir hæfileikar en spurning um rétta augnablikið"
Athugasemdir
banner
banner
banner