Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 08. júní 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Betra fyrir England að vinna ekki sinn riðil
Mynd: EPA
Evrópumótið hefst í þessari viku og er spennan orðin mikil fyrir mótinu sem átti að fara fram í fyrra en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins.

Sjá einnig:
Upphitun fyrir EM alls staðar: D-riðill

Englendingar þykja líklegir til afreka á mótinu enda með mjög spennandi lið.

Mason Mount, Phil Foden, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Jude Bellingham... Þessi næsta kynslóð með Harry Kane sem stærstu stjörnu liðsins. Harry Maguire og Jordan Henderson, tveir gríðarlega mikilvægir leikmenn liðsins, hafa verið að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins og Englendingar þurfa á þeim að halda í góðu standi.

Liðið fór í undanúrslit á HM 2018 þar sem liðið fór mjög auðvelda leið, það er ekki hægt að segja annað. Leiðin að úrslitum EM verður líklega erfiðari

England er í riðli með Króatíu, Skotlandi og Tékklandi. Mótið er þannig sett upp að ef England vinnur sinni riðil, sem er líklegt, þá mæta þeir liðinu sem endar í öðru sæti í F-riðli. Það verður líklega Portúgal, Frakkland eða Þýskaland. Þeir yrðu á heimavelli í þeim leik á Wembley.

Það yrði í raun betra fyrir England að lenda í öðru sæti í sínum riðli, eins og þeir gerðu á HM 2018. Þá myndu þeir lenda gegn liðinu sem endar í öðru sæti í E-riðli þar sem Spánn, Svíþjóð, Pólland og Slóvakía eru.

Við munum birta umfjöllun okkar um E-riðil í dag.
Athugasemdir
banner
banner