þri 08. júní 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gervinho ömurlegur og sest í helgan stein
Gervinho í leik með Parma.
Gervinho í leik með Parma.
Mynd: Getty Images
Parma átti ekki gott tímabil í ítölsku úrvalsdeildinni og féll niður í B-deild fyrir næstu leiktíð.

Á meðal leikmanna Parma var Gervinho, fyrrum kantmaður Arsenal. Hann átti ekki gott tímabil og er núna kominn til Tyrklands þar sem hann samdi við Trabzonspor.

Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska boltann, fór um víðan völl í hlaðvarpi sínu þegar hann gerði upp tímabilið á Ítalíu. Hann kom inn á frammistöðu Gervinho.

„Mestu vonbrigði tímabilsins voru Gervinho sem var ömurlegur á stórum köflum. Hann virðist algjörlega búinn. Það segir kannski allt um það hversu búinn hann er, að hann er strax kominn til Tyrklands þar sem hann mun setjast í helgan stein hjá einhverju félagi sem ég man ekki hvað heitir," sagði Björn.

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist hjá Parma á næstu leiktíð. Enzo Maresca, fyrrum varaliðsþjálfari Manchester City, er tekinn við.
Ítalski boltinn - Uppgjörsþáttur tímabilsins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner