Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 08. júní 2021 11:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gísli Eyjólfs fullbólusettur og því spilar Breiðablik á laugardag
Gísli í leik gegn Fylki í vor.
Gísli í leik gegn Fylki í vor.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vekur athygli að Breiðablik á leik gegn Fylki í Pepsi Max-deild karla á laugardag. Það er athyglisvert fyrir þær sakir að Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, verður í leikmannahópi íslenska landsliðsins gegn Póllandi í dag.

Við komu frá Póllandi þyrfti venjulega að fara í fimm daga sóttkví áður en haldið væri út í íslenskt samfélag.

Þetta var til umræðu í Stúkunni í gærkvöldi og barst til tals að Gísli væri sennilega fullbólusettur og þyrfti því ekki að fara í sóttkví.

Fréttaritari hafði samband við Gísla og fékk þetta staðfest, Gísli er fullbólusettur og þarf því ekki að fara í sóttkví þegar hann kemur frá Póllandi.

Þeir Brynjar Ingi Bjarnason, leikmaður KA og Ísak Óli Ólafsson, leikmaður Keflavíkur, eru einnig í landsliðshópnum en KA og Keflavík spila sína leiki á miðvikudag í næstu viku.

Leikur Breiðabliks og Fylkis fer fram á Kópavogsvelli á laugardag og hefst leikurinn klukkan 14:00.

Leikur Póllands og Íslands hefst klukkan 16:00 í dag. Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner