banner
   þri 08. júní 2021 09:20
Elvar Geir Magnússon
Guardiola vill Grealish - Sancho færist nær Man Utd
Powerade
Jack Grealish í landsleik.
Jack Grealish í landsleik.
Mynd: EPA
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Næsti stjóri Everton?
Næsti stjóri Everton?
Mynd: Getty Images
Grealish, Kane, Sancho, Ronaldo, Haaland, Edouard, White og fleiri koma við sögu í safaríkum slúðurpakka dagsins. Allt það helsta sem ensku götublöðin hafa upp á að bjóða.

Pep Guardiola vill fá enska miðjumanninn Jack Grealish (25) frá Aston Villa til Manchester City í sumar. (ESPN)

Tottenham Hotspur vill fá að minnsta kosti 150 milljónir punda fyrir Harry Kane (27) ef hann verður seldur. (Sun)

Manchester United færist nær samkomulagi um kaup á Jadon Sancho (21) frá Borussia Dortmund en verðmiðinn á honum hefur lækkað. (Times)

Cristiano Ronaldo (36) er að skoða möguleika sína áður en hann ræðir við Juventus um framtíðina. (ESPN)

Ef Ronaldo yfirgefur Juventus þá er Gabriel Jesus (24) hjá Manchester City efstur á óskalista ítalska félagsins. Á blaði eru einnig serbneski sóknarmaðurinn Dusan Vlahovic (21) hjá Fiorentina og Argentínumaðurinn Mauro Icardi (28) hjá PSG. (Gazzetta dello Sport)

Chelsea hefur hafið viðræður við Borussia Dortmund um möguleg 170 milljóna punda kaup á norska sóknarmanninum Erling Haaland (20). Enski sóknarmaðurinn Tammy Abraham (23) gæti farið öfuga leið sem hluti af samningnum. (Mail)

Everton hefur fundað með Nuno Espirito Santo (47), fyrrum stjóra Wolves, um að taka við af Carlo Ancelotti sem fór aftur til Real Madrid. (Football Insider)

Brighton vonast til þess að halda í enska varnarmanninn Ben White (23) með því að setja 50 milljóna punda verðmiða á hann. (Mail)

Leicester hefur gert samkomulag um 15 milljóna punda kaup á franska framherjanum Odsonne Edouard (23) frá Celtic. (Sun)

Atalanta hefur sett 52 milljóna punda verðmiða á argentínska varnarmanninn Cristian Romero (23) en hann hefur verið orðaður við Manchester United. (Tuttosport)

Paris St-Germain færist nær því að tryggja sér ítalska markvörðinn Gianluigi Donnarumma (22) á frjálsri sölu frá AC Milan. (Sky Italia)

Juventus vill fá spænska sóknarmanninn Alvaro Morata (28) alfarið frá Atletico Madrid en hann var hjá félaginu á láni. (Calciomercato)

Newcastle vill skáka Southampton og fá enska miðjumanninn Hamza Choudhury (23) frá Leicester. (Football Insider)

Scott Parker væri til í að hætta hjá Fulham til að taka við Bournemouth. (TalkSport)

West Ham og Aston Villa hafa áhuga á Chris Wood (29), síóknarmanni Burnley. Þá er Everton með augastað á honum. (Mirror)

West Ham hefur náð samkomulagi um kaup á franska miðjumanninum Pierre Ekwah (19) frá Chelsea. (Sky Sports)

Aston Villa er líklegast til að fá varnarmanninn Josh Feeney (16) frá Fleetwood í sumar en Manchester United hefur einnig áhuga á þessum fyrirliða enska U16 landsliðið. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner