Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 08. júní 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kirby og Hemp verðlaunaðar
Fran Kirby fagnar marki með Chelsea. Hún átti rosalegt tímabil.
Fran Kirby fagnar marki með Chelsea. Hún átti rosalegt tímabil.
Mynd: Getty Images
Fran Kirby, leikmaður Chelsea, og Lauren Hemp, leikmaður Manchester City, voru verðlaunaðar af leikmannasamtökum Englands fyrir tímabilið sem þær áttu í ensku úrvalsdeildinni.

Kirby var valin fótboltakona ársins af samtökunum. Hún var frábær í liði Chelsea sem varð Englandsmeistari.

Kirby er 27 ára gömul ensk landsliðskona sem skoraði 16 mörk í 18 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Hún byrjaði tímabilið í veikindum en jafnaði sig og átti frábært tímabil. Ásamt því að skora 16 mörk, þá lagði hún upp 11 talsins.

Hemp, sem er tvítug, var valin efnilegust á tímabilinu og er það ekki í fyrsta sinn sem hún hlýtur verðlaunin - heldur í þriðja sinn. Hemp fékk verðlaunin fyrst 2018 þegar hún var leikmaður Bristol City.

Hún lagði upp átta mörk á tímabilinu fyrir City sem endaði í öðru sæti deildarinnar á eftir Man City.
Athugasemdir
banner
banner
banner