banner
   þri 08. júní 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nígería vill fá hetju Þjóðverja í sitt landslið - Getur einnig valið England
Fagnar í lok úrslitaleiksins á dögunum.
Fagnar í lok úrslitaleiksins á dögunum.
Mynd: EPA
Lukas Nmecha, markaskorari Þýskalands í úrslitaleik EM U21 árs liða, getur valið að spila með A-landsliði Þýskalands, Englands eða Nígeríu.

Lukas, sem er leikmaður Manchester City, lék með ensku landsliðunum frá U16 upp í U21 en ákvað árið 2019 að spila með þýska U21 liðinu. Með því liði hefur hann skorað tólf mörk í tuttugu leikjum.

Nmecha skoraði sigurmarkið gegn Portúgal á dögunum og var hann einnig markahæsti leikmaður Evrópumótsins. Árið 2017 skoraði hann sigurmark U19 ára liðs Englands í úrslitaleik EM í þeim aldursflokki, einnig gegn Portúgal.

Nmecha er 22 ára sóknarmaður og verður 23 ára í desember. Hann er fæddur í Hamburg. Móðir hans er þýsk en faðir hans er nígerískur. Fjölskyldan flutti til Englands þegar Nmecha var ungur og hóf hann að spila með yngri liðum City árið 2007.

Nígería er að reyna sannfæra Nmecha að velja að spila fyrir nígeríska A-landsliðið samkvæmt heimildum Bild.

Nmecha lék með Anderlecht á láni í vetur og skoraði nítján mörk undir stjórn Vincent Kompany í öllum keppnum. Nmecha er sagður kosta um 7 milljónir punda ef félög vilja fá hann frá City. Hann á að baki þrjá leiki með aðalliði City á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner