Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 08. júní 2021 09:00
Elvar Geir Magnússon
Sigur Íslands gegn Englandi sá óvæntasti í sögu EM
Þvílíkur leikir í hreiðrinu í Nice!
Þvílíkur leikir í hreiðrinu í Nice!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
2-1 sigur Íslands gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM 2016 er óvæntustu úrslit í sögu Evrópukeppninnar. Þetta kemur fram í grein sem BBC birtir í dag og stuðst er við tölfræðilegar líkur.

Sjá einnig:
EM ævintýri Íslands - Þegar Ísland skellti Englandi í Nice

Í grein BBC er vitnað í Kára Árnason sem sagði eftir leikinn að heimurinn hefði ekki trúað því að Ísland hefði getað unnið England, en þeir sjálfir hefðu trúað.

England komst yfir úr vítaspyrnu í leiknum en Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu í þessum ótrúlega sigri sem aldrei mun gleymast.

Í öðru sæti á lista BBC er 1-0 sigur Grikklands gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum EM 2004 en Grikkland fór svo alla leið og vann Portúgal í úrslitaleik. Í þriðja sæti er svo 3-1 sigur Wales gegn Belgíu á EM 2016.

EM alls staðar, sem skráist sem EM 2020, hefst á föstudaginn með opnunareik Tyrklands og Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner