Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 08. júní 2022 21:25
Ívan Guðjón Baldursson
18 ára landsliðsmaður Paragvæ fer til Brighton
Enciso að taka skærin í leik í heimalandinu.
Enciso að taka skærin í leik í heimalandinu.
Mynd: EPA

Ruben Di Tore, forseti knattspyrnufélagsins Libertad í Paragvæ, er búinn að staðfesta félagaskipti Julio Enciso til Brighton.


Brighton á eftir að staðfesta skiptin þar sem ekki er búið að ganga frá öllum smáatriðum í samningnum við leikmanninn.

Enciso er 18 ára miðjumaður sem er þegar búinn að vinna sér inn sæti í landsliði Paragvæ og á fimm keppnisleiki að baki fyrir þjóð sína.

Brighton var næstum búið að ganga frá kaupum á Enciso í janúar en samningsviðræður misheppnuðust og ákvað Brighton því að reyna aftur í sumar. 

„Félagaskipti Julio til Brighton eru frágengin, það er staðfest. Það eru nokkur skjöl sem á eftir að skrifa undir en þetta er allt frágengið," sagði Di Tore í útvarpsviðtali í heimalandinu.

Brighton borgar um 10 milljónir punda fyrir Enciso sem er fæddur 2004 og er tæplega 170cm á hæð.


Athugasemdir
banner
banner
banner