Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 08. júní 2022 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Skallagrímur og KFK taka toppsætin
Mynd: Hanna Símonardóttir
Mynd: Hanna Símonardóttir
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Það var nóg um að vera í 4. deildinni í kvöld þar sem sjö leikir fóru fram í fimm riðlum.


Í A-riðli festi Skallagrímur sig í sessi í toppbaráttunni með sigri gegn sterku liði Kríu á Seltjarnarnesi. Skallagrímur er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir og jafnar Hvíta riddarann á toppi riðilsins.

Í B-riðli er KFK komið á toppinn eftir sigur á útivelli gegn Úlfunum. KFK er með tíu stig eftir fjórar umferðir, RB er í öðru sæti með níu stig og svo kemur Tindastóll með átta.

Stokkseyri lagði þá Afríku að velli í mögnuðum botnslag þar sem Muhammed Daniel Sillah var allt í öllu. Muhammed skoraði þrennu í 5-3 tapi og var rekinn af velli þegar hann fékk sitt seinna gula spjald strax eftir að hafa skorað þriðja markið. Þetta reyndust fyrstu stig Stokkseyringa.

KB vann svo botnslaginn í C-riðli á meðan Hamar og KFR deila þriðja sætinu í D-riðli eftir jafntefli. Álafoss lagði þá Smára í botnslagi riðilsins.

Að lokum hafði Spyrnir betur gegn Boltafélagi Norðfjarðar í E-riðli og er þar í þriðja sæti með níu stig eftir fimm umferðir.

A-riðill:
Kría 1 - 4 Skallagrímur
0-1 Sergio Fuentes Jorda ('29)
1-1 Birkir Rafnsson ('55)
1-2 Elís Dofri G Gylfason ('77)
1-3 Orri Hermannsson ('83)
1-4 Alexis Alexandrenne ('89)

B-riðill:
Úlfarnir 2 - 3 KFK
1-0 Kristján Ómar Björnsson ('1, sjálfsmark)
1-1 Ingvi Þór Albertsson ('27)
1-2 Hubert Rafal Kotus ('33)
1-3 Oliver Helgi Gíslason ('39)
2-3 Anton Hrafn Hallgrímsson ('64, víti)

Stokkseyri 5 - 3 Afríka
1-0 Jón Jökull Þráinsson ('12)
1-1 Muhammed Daniel Sillah ('15)
2-1 Þórhallur Aron Másson ('37)
2-2 Muhammed Daniel Sillah ('41)
3-2 Sigurður Freyr Sigurvinsson ('63)
4-2 Sigurður Freyr Sigurvinsson ('66)
4-3 Muhammed Daniel Sillah ('68)
5-3 Hákon Logi Stefánsson ('95)
Rautt spjald: Amarildo Siveja, Afríka ('52)
Rautt spjald: Muhammed Daniel Sillah ('68)

C-riðill:
KM 1 - 3 KB
1-0 Alvin Nanguwa Chainda ('1)
1-1 Ruslan Bondarets ('43, sjálfsmark)
1-2 Gísli Alexander Ágústsson ('51)
1-3 Emil Örn Benediktsson ('89)

D-riðill:
Hamar 2 - 2 KFR
0-1 Bjarni Þorvaldsson ('22)
0-2 Rúnar Þorvaldsson ('58)
1-2 Atli Þór Jónasson ('59)
2-2 Sören Balsgaard ('82)

Álafoss 3 - 2 Smári
0-1 Þormóður Þormóðsson ('57, víti)
1-1 Fróði Brooks Kristjánsson ('59)
1-2 Þormóður Þormóðsson ('63)
2-2 Fróði Brooks Kristjánsson ('77)
3-2 Þórður Guðjónsson ('80)

E-riðill:
Spyrnir 3 - 0 Boltafélag Norðfjarðar
1-0 Ármann Davíðsson ('9)
2-0 Bjarki Sólon Daníelsson ('17)
3-0 Bjarki Fannar Helgason ('63)


Athugasemdir
banner
banner