Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
banner
   mið 08. júní 2022 20:29
Arnar Laufdal Arnarsson
Kristian Hlyns: Ég sá hann ekki sko, heyrði bara í honum
Icelandair
Mark og tvær stoðsendingar í kvöld, magnaður.
Mark og tvær stoðsendingar í kvöld, magnaður.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Kristian Hlynsson leikmaður Ajax og íslenska U-21 árs landsliðsins var hreint út sagt magnaður í 3-1 sigri á Hvíta Rússlandi í næst síðasta leik undankeppninnar fyrir Evrópumót U-21 árs landsliða en leikurinn fór fram á Víkingsvelli í dag.

Þetta hlýtur að hafa verið mjög sætur sigur?

"Já sérstaklega í seinni hálfleik, þeir komast inn í leikinn með því að skora snemma þannig það var gríðarlega sætt að klára þetta í lokin" Sagði Kristian í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.


Lestu um leikinn: Ísland U21 3 -  1 Hvíta Rússland U21

Íslenska liðið gerði vel í fyrri hálfleik að pressa Hvít-Rússana en svo í seinni hálfleik skipti Davíð Snorri um leikkerfi og leyfði Hvít-Rússunum að sækja aðeins.

" Já í fyrri hálfleik þá settum við á þá og náðum að skora tvö mörk en svo í seinni koma þeir með miklum krafti inn í leikinn og minnka í 2-1. Við breyttum bara um leikkerfi úr 4-4-2 í 3-5-2 til þess að læsa leiknum og það gekk vel enda náðum við að klára þetta í lokin"

Hvernig sá Kristian þetta hlaup hjá Kristali Mána í 2. marki Íslendinga?

"Ég sá hann ekki sko, ég heyrði bara í honum fyrir aftan mig. Hann kallaði á mig og ég setti hann bara inn fyrir" Sagði Kristian og hló aðeins.

Íslenska liðið er í möguleika á að fara í umspil ef þeir vinna Kýpur á laugardaginn og Grikkir tapa stigum gegn efsta liði riðilsins, Portúgal. Hversu stór er þessi leikur fyrir þessa stráka?

"Þetta er mjög stór leikur, þetta er bara það sem við erum búnir að vinna að alla keppnina að komast í svona leiki. Við þurfum bara að treysta á að Portúgal klára sitt og við gerum okkar. Þetta er leikur um að komast á stórmót þannig þetta er risa stór leikur"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan


Athugasemdir
banner
banner