banner
   mið 08. júní 2022 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Man City ætlar að reyna við Kalvin Phillips eftir landsleikina
Mynd: Getty Images

Fjölmiðlar á Bretlandi greina frá því að Manchester City ætli að kaupa Kalvin Phillips frá Leeds United á miðjuna hjá sér. Hann er séður sem varanlegur arftaki Fernandinho sem rennur út á samningi í sumar.


Man City mun leggja fyrsta tilboðið sitt fram eftir landsleikjahléð þar sem Phillips stendur í ströngu með enska landsliðinu.

Phillips byrjaði í 1-1 jafntefli gegn Þýskalandi á dögunum en þurfti að fara meiddur af velli eftir aðeins 14 mínútur. Meiðslin virðast þó ekki alvarleg þar sem miðjumaðurinn fékk högg á lærið.

City er ekki eina félagið sem hefur áhuga á hinum 26 ára gamla Phillips því Manchester United, West Ham og Aston Villa hafa öll sýnt honum áhuga.


Athugasemdir
banner
banner
banner