Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. júní 2022 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rashford fer ekki til Tottenham - Ætlar að sanna sig fyrir Ten Hag
Mynd: EPA

The Times greinir frá því að tilraun Tottenham Hotspur til að krækja í Marcus Rashford frá Manchester United hafi mislukkast.


Rashford vill vera áfram hjá Rauðu djöflunum og sanna sig fyrir Erik ten Hag, nýjum knattspyrnustjóra, eftir slakt tímabil.

Hinn 24 ára gamli Rashford átti lélegt tímabil og skoraði aðeins 5 mörk í 32 leikjum.

Framherjinn hefur í heildina spilað yfir 300 keppnisleiki með Man Utd og á eitt ár eftir af samningnum við félagið, sem hefur möguleika á að framlengja samninginn um eitt ár til 2024.

Rashford skoraði 22 mörk í 44 leikjum á sínu besta tímabili hjá Man Utd. Þá var hann aðeins 22 ára gamall og skoraði 17 mörk í 31 úrvalsdeildarleik.


Athugasemdir
banner
banner
banner