Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 08. júní 2022 20:50
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin: Belgía skoraði sex - Úkraína vann á Írlandi
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Belgía og Holland mættu til leiks í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld og voru Belgar í miklum ham eftir niðurlægingu á heimavelli í fyrstu umferð.


Belgar áttu annan heimaleik í kvöld og lentu aftur undir þegar Robert Lewandowski skoraði í fyrri hálfleik. Axel Witsel náði þó að jafna fyrir leikhlé og mættu Belgar grimmir í síðari hálfleikinn.

Kevin De Bruyne kom Belgíu yfir og svo kom Leandro Trossard inn af bekknum fyrir Eden Hazard og gerði út um leikinn með tvennu. Leander Dendoncker og hinn efnilegi Lois Openda bættu tveimur mörkum við og urðu lokatölur 6-1 fyrir Belgíu.

Holland lenti þá í miklu basli í Wales þar sem heimamenn mættu ákveðnir til leiks og ríkti jafnræði með liðunum.

Teun Koopmeiners kom Hollendingum þó yfir í upphafi síðari hálfleiks og virtust heimamenn vera að tryggja sér stig með jöfnunarmarki í uppbótartíma. Það dugði þó ekki til því Wout Weghorst gerði sigurmarkið á 94. mínútu.

Holland er því með sex stig eftir tvær fyrstu umferðirnar og Wales er án stiga eftir tap í Póllandi í fyrstu umferð.

A-deild:
Belgía 6 - 1 Pólland
0-1 Robert Lewandowski ('28)
1-1 Axel Witsel ('42)
2-1 Kevin De Bruyne ('59)
3-1 Leandro Trossard ('73)
4-1 Leandro Trossard ('80)
5-1 Leander Dendoncker ('83)
6-1 Lois Openda ('93)

Wales 1 - 2 Holland
0-1 Teun Koopmeiners ('50)
1-1 Rhys Norrington-Davies ('92)
1-2 Wout Weghorst ('94)

Í B-deildinni hafði Skotland betur gegn Armeníu. Skotar unnu leikinn 2-0 en hefðu hæglega getað skorað meira þar sem aðeins eitt lið var á vellinum langstærsta hluta leiksins.

Anthony Ralston og Scott McKenna gerðu mörk Skota sem voru að spila sinn fyrsta leik á Þjóðadeildartímabilinu.

Írar eru án stiga eftir tap á heimavelli í nokkuð jöfnum leik gegn Úkraínu. 

Viktor Tsygankov gerði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks og urðu lokatölur 0-1.

B-deild:
Skotland 2 - 0 Armenía
1-0 Anthony Ralston ('28 )
2-0 Scott Mckenna ('40 )

Írland 0 - 1 Úkraína
0-1 Viktor Tsygankov ('47 )


Athugasemdir
banner
banner
banner