Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. júlí 2018 18:30
Gunnar Logi Gylfason
Arsenal reynir að næla í u20 landsliðsmann Frakka
Guendouzi í leik með Lorient
Guendouzi í leik með Lorient
Mynd: Getty Images
Þeir hjá Arsenal hafa verið duglegir að bæta við leikmannahópinn og er stefnan sett á betri árangur en undanfarin ár.

Nú hefur Arsenal beint spjótum sínum að franska miðjumanninum Matteo Guendouzi sem hefur spilað með u20 ára landsliði þjóðar sinnar.

Guendouzi er samningsbundinn Lorient og var orðaður við erkifjendur Arsenal í Norður-Lundúnum, Tottenham, í janúar.

Frakkinn spilaði með yngri liðum PSG áður en hann gekk til liðs við Lorient árið 2014. Þar spilaði hann sína fyrstu aðalliðsleiki 2016/17 tímabilið þegar hann spilaði níu leiki er liðið féll niður úr Ligue 1, efstu deild.

Hann spilaði 20 leiki með Lorient á síðasta tímabili þegar liðið endaði í 7. sæti Ligue 2.

Auk Guendouzi er Arsenal orðað við miðjumennina Lucas Torreira, sem er í úrúgvæska landsliðinu, og Steven N'Zonzi sem er í því franska.

Fyrir hafa þeir Stephan Lichtsteiner, Bernd Leno og Sokratis Papastathopoulos skipt yfir í Arsenal í sumar.
Athugasemdir
banner
banner