Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. júlí 2018 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carrillo á láni til Spánar - Sýndi ekki sínar bestu hliðar
Mynd: Getty Images
Southampton hefur tekið ákvörðun um að lána argentíska sóknarmanninn Guido Carrillo til Leganes á Spáni út næsta leiktímabil.

Hinn 27 ára gamli Carrillo hittir þar knattspyrnustjórann sem fékk hann til Southampton, Mauricio Pellegrino.

Pellegrino tók við Leganes í síðasta mánuði, en Leganes endaði í 17. sæti La Liga á síðustu leiktíð.

Carrillo kom til Southampton frá Mónakó í janúar fyrir 19 milljónir punda og er hann sagður vera dýrasti leikmaður í sögu Southampton. Hann fann ekki taktinn í ensku úrvalsdeildinni og hefur hann því verið lánaður.

Carrillo kom við sögu í 10 leikjum fyrir Southampton en skoraði ekki eitt mark.

Hann vonast eflaust til þess að það gangi betur á Spáni.
Athugasemdir
banner
banner